fimmtudagur, 22. nóvember 2007

viðurkenning

Ég man eftir ótal skiptum sem við Mímí vorum skammaðar. Ég man eftir ótal fussum og sveium og sérstaklega man ég eftir setningunni "Hvað hafa þær nú gert?" Ég man hins vegar aldrei eftir því að mér hafi fundist við gera neitt rangt eða verðskulda svo mikið sem brota brot af þessum pirring. Í dag er komið að því ég viðurkenni að mér finnst við Mímí hafa gert rangt. Það er það að láta ekki ljós okkar skína nóg að þessari síðu hahahah. Þið hélduð að ég væri að fara að segja eitthvað annað............en það var ekki svo, alls ekki.

Mímí nú tökum við okkur á !!! (sko í skrifum á síðunni).
Julehilsen
Mæja á steinsteypugólfi með ekkert eldhús í húsinu (þetta er svona bjóðið mér í mat)