fimmtudagur, 22. nóvember 2007

viðurkenning

Ég man eftir ótal skiptum sem við Mímí vorum skammaðar. Ég man eftir ótal fussum og sveium og sérstaklega man ég eftir setningunni "Hvað hafa þær nú gert?" Ég man hins vegar aldrei eftir því að mér hafi fundist við gera neitt rangt eða verðskulda svo mikið sem brota brot af þessum pirring. Í dag er komið að því ég viðurkenni að mér finnst við Mímí hafa gert rangt. Það er það að láta ekki ljós okkar skína nóg að þessari síðu hahahah. Þið hélduð að ég væri að fara að segja eitthvað annað............en það var ekki svo, alls ekki.

Mímí nú tökum við okkur á !!! (sko í skrifum á síðunni).
Julehilsen
Mæja á steinsteypugólfi með ekkert eldhús í húsinu (þetta er svona bjóðið mér í mat)

11 ummæli:

Nafnlaus sagði...

er að kvitta frá Gran Canaria. Þetta er heitt og sveitt kvitt. Sannkallað sólarkvitt. Gaman að því.Bless

Nafnlaus sagði...

Ég verð nú að segja að ég skil ekki ennþá fyrir hvað við vorum skammaðar... það eina sem við gerðum var að bardúsa eitthvað tvær í eigin heimi.... þó svo að við tækjum þarna með okkur smarties-inn í tannburstahylkjum í jólamessuna... so what!! Hvenær viltu svo koma í mat Mæja mín?.... Já og sveittar kveðjur til þín Príma! :-)
P.s. ég má kalla Ellu Rósu prímu er það ekki? Ég kallaði afa Dúdda afa allavega!

Nafnlaus sagði...

Mímí,þú mátt kalla mig Prímu. kveðja Príma

Nafnlaus sagði...

Hallelúja á ykkur prímur

Jesú out !

Nafnlaus sagði...

Ég verð bara að viðurkenna það að ég var hreinlega hætt að taka hreytinginn inni í daglegan bloggrúnt... hann var kominn niður í vikulegarúntinn!!! En ef þið Önnur Maríur ætlið að fara að láta ljós ykkar skína skærar hér hækkar hreytingurinn skyndilega í tign!

Húrra fyrir því!

Nafnlaus sagði...

Hun á afmæli í dag .................þessi elska.....sko mæja......veit ekkert hvenær sísí á afmæli

Nafnlaus sagði...

Mæja ég var fyrst

Nafnlaus sagði...

Hey já þú átt afmæli í dag...til lukku með það señorita!! og það á föstudegi..þetta kallar á djamm er það ekki. verst að ég get ekki boðið mig fram í það með þér..
hafðu það gott mæja mín
kveðja frá spánarlandi...
ísi

Anna María sagði...

Mæja! Mér finnst nú cheap ef þú ætlar að hamstra komment út á þetta afmæli! Til hamingju samt! :)
mímí

Nafnlaus sagði...

er ekkert verið að blogga hér?? þið eruð ekkert að standa ykkur. Heyrumst Príma.
p.s. Það er ennþá heitt og sól á Kanarý

Nafnlaus sagði...

Til hammó með ammó þann 30 sl, ég mundi sko eftir því á réttum degi en gleymdi svo að senda sms. Þetta kemur fyrir! Jæja best að fara að lesa nýjustu færsluna hjá sös og kommenta þar líka. Hér er jafnréttis gætt!