þriðjudagur, 4. desember 2007

Stress.is

Sit hér í grámyglunni í Aðalbyggingu á þriðjudagsmorgni eftir þriggja tíma lotu í excel og ætla hreinlega að verðlauna mig með því að rita nokkur orð á þessa síðu til að brjóta upp hversdagsleikann. Helstu fréttir af mér eru þær að ég er flutt! Ég veit, ég veit.... ekki í fyrsta skipti og því miður sennilega ekki í það síðasta heldur. Þannig er mál með vexti að lagnir í Engihlíð eru með slakasta móti og þarf því að skipta um þær, sem þýðir að brjóta verður upp gólf á baði, gangi og inn í eldhúsi, sem aftur þýðir að þar verður ekki líft fyrr en á nýju ári. Síðasta helgi fór í að pakka niður í kassa og færa til stöff í íbúðinni svo að ekkert væri nú í vegi fyrir píparana að eyðileggja íbúðina mína. Get ekki sagt að ég hafi haft gaman af. Þetta gerði náttúrlega ekkert annað en að ýfa upp gömul sár varðandi fyrri flutninga og minna á ógeðið sem ég er komin með fyrir að flytja. En "what to do?" , maður tekur þessu bara eins og hverju öðru hundsbiti og þumbast áfram (eins og pabbi myndi orða það). Við Kári höfum fengið inni á Leifsgötunni og munum dvelja þar allavega þar til þetta er yfirstaðið.....ef ekki lengur....fer sennilega eftir því hvernig við högum okkur :-)
Annars byrjaði ég nú á því að flytja inn á Flyðrugrandann, þar sem Stebbi minn var í New York eins fínn maður (sem hann er auðvitað... ásamt því að vera merkja- og þáttamaður) :-) Ég eyddi sem sagt fyrstu nóttinni í þessu brasi mínu hjá Mæju.... verð að segja að það var mjöööög góð sambúð, þó hún hafi nú ekki varað lengi. Ég reyndar mætti seint og illa, en við bara ræddum málin og unnum okkur út úr þessu. Þetta snýst nefnilega um málamiðlanir og samkomulag eins og fólk í sambúð veit! Við ræddum líka heilmikið fyrir svefninn, enda á maður ALDREI að fara að sofa út frá óræddum málum og passa að byrja hvern dag með hreint borð. Mæja fór reyndar aðeins út af sporinu með kommentinu um buxurnar en náði að átta sig og reddaði sér fyrir horn. Mæju fannst ég svo flagga þessu með Leifsgötuna heldur ónærgætið svona nýflutt frá henni en ég held við jöfnum okkur alveg :-)
Almennt jólastress hefur algjörlega vikið fyrir flutningsstressi, en þar sem það er frá í bili þá geri ég ráð fyrir að hella mér í massívt jólastress þá og þegar enda alltof stutt til jóla miðað við það sem ég á eftir að gera. Þó held ég nú ekki jól sjálfstætt enn sem komið er, enda alltof ung til þess, og þakka bara fyrir því þá þyrfi ég að gera enn meira! Jól og áramót verða að sjálfsögðu haldin fyrir norðan með tilheyrandi húllumhæi. Aðfangadagur á Ak (í massívu stressi samkvæmt hefðinni), afmæli hjá Helgu (veitingar á la Fannagil þar sem bæði magn og gæði fara saman), jólaboð á Þverá (þar mun fara fram formleg sýning á Stefáni - bið ALLA um að mæta!), jólaball á Stórutjörnum (vonandi með þér Rannveig - verð á vaktinni að þú rennir ekki undir tréð) og áramót á Húsavík (í Sólbrekkunni OMG!!! :-D).
En fyrst er þarf að kaupa jólagjafir, skrifa jólakort, gera við bílinn... já og eiga eins og eitt afmæli.... já og kannski halda aðeins áfram í excel! ;-)
Hilsen
Mímí

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sko ég er orðin mjöööög góð í excel þannig að ef þú hefðir ekki flutt frá mér þá værir þú í betri málum sennilega þar sem ég hefði getað unnið fyrir þig í excel og já gott ef ekki gert jólakortin fyrir OKKUR þar inni.

Mæja

Nafnlaus sagði...

Nú jæja... þú varst sem sagt að hamast í excel í gær þegar ég sat hérna úti í Odda og reyndi og reyndi að ná sambandi við þig... og hélt að þú vildir ekkert við mig tala! Sniff sniff!
Er mætt í Odda aftur... og vona að ég nái kannski sambandi í dag... ef þú ert ekki of upptekin í excel!

Kv. Dorita

Nafnlaus sagði...

Frumsýning á Stefáni annan í jólum? Ég mæti pottþétt!
(Ég tel skiptið sem við hittumst á Nasa ekki með...þar sem ég man takmarkað eftir því) ;)
Annars var ég s.s. LOKSINS að detta inn á síðuna þína í fyrsta skipti - facebook plöggaði það fyrir mig...

Nafnlaus sagði...

hah, gott þetta með tréð. Munum allar eftir Millenium í Reykjadal og með hverjum við fórum!!!

Nafnlaus sagði...

Já, ég er meira að segja farin að halda að ég hafi verið með á ballinu þegar Rannveig endaði undir jólatrénu... er búin að heyra þessa sögu svo oft... í smáatriðum. En mér finnst hún líka alltaf jafn skemmtilegt eins og allar hinar sögurnar af Mímí og Rannveigu... og langskemmtilegast er að heyra þær þegar báðar segja frá í einu á milli þess sem þær grenja úr hlátri :o) Er ekki alveg að verða kominn tími á svoleiðis partý???
Kv. Dóra

Nafnlaus sagði...

Hun har en foddelsdag i dag
en og tyve!!
til lykke

Valdis sagði...

Til hamingju med daginn! Vildi ad eg gaeti maett a frumsyninguna :} Good luck!
Knus