þriðjudagur, 4. desember 2007

Stress.is

Sit hér í grámyglunni í Aðalbyggingu á þriðjudagsmorgni eftir þriggja tíma lotu í excel og ætla hreinlega að verðlauna mig með því að rita nokkur orð á þessa síðu til að brjóta upp hversdagsleikann. Helstu fréttir af mér eru þær að ég er flutt! Ég veit, ég veit.... ekki í fyrsta skipti og því miður sennilega ekki í það síðasta heldur. Þannig er mál með vexti að lagnir í Engihlíð eru með slakasta móti og þarf því að skipta um þær, sem þýðir að brjóta verður upp gólf á baði, gangi og inn í eldhúsi, sem aftur þýðir að þar verður ekki líft fyrr en á nýju ári. Síðasta helgi fór í að pakka niður í kassa og færa til stöff í íbúðinni svo að ekkert væri nú í vegi fyrir píparana að eyðileggja íbúðina mína. Get ekki sagt að ég hafi haft gaman af. Þetta gerði náttúrlega ekkert annað en að ýfa upp gömul sár varðandi fyrri flutninga og minna á ógeðið sem ég er komin með fyrir að flytja. En "what to do?" , maður tekur þessu bara eins og hverju öðru hundsbiti og þumbast áfram (eins og pabbi myndi orða það). Við Kári höfum fengið inni á Leifsgötunni og munum dvelja þar allavega þar til þetta er yfirstaðið.....ef ekki lengur....fer sennilega eftir því hvernig við högum okkur :-)
Annars byrjaði ég nú á því að flytja inn á Flyðrugrandann, þar sem Stebbi minn var í New York eins fínn maður (sem hann er auðvitað... ásamt því að vera merkja- og þáttamaður) :-) Ég eyddi sem sagt fyrstu nóttinni í þessu brasi mínu hjá Mæju.... verð að segja að það var mjöööög góð sambúð, þó hún hafi nú ekki varað lengi. Ég reyndar mætti seint og illa, en við bara ræddum málin og unnum okkur út úr þessu. Þetta snýst nefnilega um málamiðlanir og samkomulag eins og fólk í sambúð veit! Við ræddum líka heilmikið fyrir svefninn, enda á maður ALDREI að fara að sofa út frá óræddum málum og passa að byrja hvern dag með hreint borð. Mæja fór reyndar aðeins út af sporinu með kommentinu um buxurnar en náði að átta sig og reddaði sér fyrir horn. Mæju fannst ég svo flagga þessu með Leifsgötuna heldur ónærgætið svona nýflutt frá henni en ég held við jöfnum okkur alveg :-)
Almennt jólastress hefur algjörlega vikið fyrir flutningsstressi, en þar sem það er frá í bili þá geri ég ráð fyrir að hella mér í massívt jólastress þá og þegar enda alltof stutt til jóla miðað við það sem ég á eftir að gera. Þó held ég nú ekki jól sjálfstætt enn sem komið er, enda alltof ung til þess, og þakka bara fyrir því þá þyrfi ég að gera enn meira! Jól og áramót verða að sjálfsögðu haldin fyrir norðan með tilheyrandi húllumhæi. Aðfangadagur á Ak (í massívu stressi samkvæmt hefðinni), afmæli hjá Helgu (veitingar á la Fannagil þar sem bæði magn og gæði fara saman), jólaboð á Þverá (þar mun fara fram formleg sýning á Stefáni - bið ALLA um að mæta!), jólaball á Stórutjörnum (vonandi með þér Rannveig - verð á vaktinni að þú rennir ekki undir tréð) og áramót á Húsavík (í Sólbrekkunni OMG!!! :-D).
En fyrst er þarf að kaupa jólagjafir, skrifa jólakort, gera við bílinn... já og eiga eins og eitt afmæli.... já og kannski halda aðeins áfram í excel! ;-)
Hilsen
Mímí

fimmtudagur, 22. nóvember 2007

viðurkenning

Ég man eftir ótal skiptum sem við Mímí vorum skammaðar. Ég man eftir ótal fussum og sveium og sérstaklega man ég eftir setningunni "Hvað hafa þær nú gert?" Ég man hins vegar aldrei eftir því að mér hafi fundist við gera neitt rangt eða verðskulda svo mikið sem brota brot af þessum pirring. Í dag er komið að því ég viðurkenni að mér finnst við Mímí hafa gert rangt. Það er það að láta ekki ljós okkar skína nóg að þessari síðu hahahah. Þið hélduð að ég væri að fara að segja eitthvað annað............en það var ekki svo, alls ekki.

Mímí nú tökum við okkur á !!! (sko í skrifum á síðunni).
Julehilsen
Mæja á steinsteypugólfi með ekkert eldhús í húsinu (þetta er svona bjóðið mér í mat)

þriðjudagur, 30. október 2007

Reykjavík vs. Texas

Merkilegt nokk hvað maður hefur lítið að segja svona þegar mikið liggur við. Nóg talar maður samt! En þar sem þetta blogg ber nafnið hreytingur er þá bara ekki málið að nota það til þess að fá útrás fyrir allt það sem pirrar mann í hinu daglega lífi? Ekki það að mitt líf sé erfiðara en annarra...... aldeilis ekki..... er nú voða glöð með mitt og mína.... það eru bara alltaf þessir hinir sem geta gert manni lífið leitt á stundum. Fólk er fífl eins og segir í kvæðinu.... ekki mitt fólk samt.... bara hinir :)
Mæja er nú búin að útlista fyrir ykkur þessa blessaða tannlæknaferð sem við Kári fórum í og borguðum kr. 9057 ísl fyrir nánast ekki neitt. Er nú enn að jafna mig eftir það en ákvað þó að gera okkur dagamun núna á laugardaginn síðasta og fara með Kára minn í sund (fjárhagurinn leyfði ekki meira eftir tannlækninn..... sem hefur sennilega skroppið í dagsferð í tívolíið í Köben á laugardaginn með sitt lið!!). Af gömlum vana fórum við í Vesturbæjarlaugina og vorum bara nokkuð brött með okkur þegar við mættum.... gamla enn með sundkortið eftir tanórexíu sumarsins og Kári með hundraðkall í vasanum til að borga spes fyrir sig. En nei! Draumurinn um afslappelsi í pottinum fyrir mig og djöfulgang í buslulauginni fyrir Kára varð að engu þegar konan í afgreiðslunni rétti okkur tvo lykla af mismunandi lit og sagði "hérna er einn fyrir þig og annar fyrir hann.... sex ára strákar verða að fara í karlaklefann"!!!!! Ég bara vissi ekki hvað ég átti að segja.... vissi sem var að minn maður myndi EKKI vilja fara einn í klefa og satt best að segja þá var ég nú bara ekki alveg að sjá hvernig það ætti að fara fram með góðu móti. Hann Kári er 6 ára og, þó ég segi sjálf frá, skýr strákur sem veit alveg sínu viti.... en að geta farið einn í klefa í sundlaug þar sem hann er ekki í skólasundi, tæklað þetta með lykilinn all by himself (finna skápinn, opna með lyklinum, læsa honum aftur, muna eftir að taka hann með sér, finna skápinn aftur o.s.frv.), þvo sér sjálfur og þurrka, rata út, finna mömmu....... finnst mér bara til alltof mikils ætlast!!! Og það var ekki viðlit að gefa okkur sjens með að hann fengi að fara með mér í klefa.... og hvers vegna? Jú! Vegna þess að það er óþægilegt fyrir konurnar í kvennaklefanum að hafa svona stóran strák inni á sér!!!! Barnið er 6 ára!!!!!!! Erum við í Texas eða??? Ég átti ekki til orð! Reyndi þó af einhverri krónískri samviskusemi og samfélagslegum undirlægjuhætti mínum að tala um fyrir stráknum og fá hann til að fara með bláókunnugum baðverði í karlaklefann en allt kom fyrir ekki, minn neitaði staðfastlega, hann færi ekki nema með mömmu sinni punktur!! Ég bauðst reyndar til að fara í karlaklefann en við litlar undirtektir afgreiðsludömunnar og hvað þá að henni fyndist það fyndið. Svo hugsaði ég bara, hvað er ég að pæla.... þetta er fáránlegt. Og þrykkti lyklunum í skilakassann og sagði: "Þetta gengur greinilega ekki neitt.... enda get ég ekki útskýrt eitthvað fyrir barninu sem mér finnst fáránlegt sjálfri"!! Og strunsaði út með Kára í eftirdragi sótsvartan yfir því að komast ekki í sund.
Það sem sagt fauk í mig á almannafæri tvisvar í síðustu viku sem er persónulegt met fyrir mig sem nánast aldrei hækka róminn við ókunnuga alveg sama hvaða órétti ég er beitt að mér finnst (er svona meira í því að skammast út í það eftir á við mitt fólk sem ber náttúrlega enga ábyrgð á einu né neinu). Kannski að maður fari bara að skrifa í blöðin!! ;) Nei ætli ég láti ekki hreytinginn duga í bili :)
Og já fyrst ég er byrjuð.... þá leiðist mér þegar fólk apar upp eftir mér það sem ég segi til þess að sýna mér hvað ég er harðmælt. Ég veit að ég er að norðan..... það veit það enginn betur en ég sjálf og þarf því ekki að benda mér á það!!
Ég þakka fyrir mig.
Yfir og út!
Mímí

fimmtudagur, 25. október 2007

1.700

Mæja skrifar: (lofaði prímu að þetta yrði sett annars veit hún aldrei hver er að skrifa hvað og HÚN VILL VITA ÞAÐ FRÁ BYRJUN) Maður gerir allt til að gera konunni til geðs það er bara regla.

Sá samt að Mímí er komin með 18 komment og mér finnst það of mikið!! Að hluta til tel ég að það sé vegna þess að það er bloggað of sjaldan og mikill tími gefst til kommenta. Þá er aðeins eitt ráð það er að blogga oftar. Ég þóttist ekki hafa tíma og fannst einhvern veginn að hún ætti að hafa meiri tíma þannig að ég ríf gemsann af borðinu (hafði tíma til þess) enda virðist ég alltaf hafa tíma til að hanga í síma, hey rímar :) Ég ætlaði semsagt að fara að lesa yfir henni að fara að blogga aftur hvað væri eiginlega að henni. Þá svara mín bara frekar önug og segir: Mæja ég er pirruð! nú nú ég snarbreytti um stíl og segi með "blíðri" röddu hvaða hvaða, hvað er að. Ég sýni empathy eins og sálfræðingar eiga víst að gera. Þá hafði hún verið að koma frá tannlækni með drenginn og ekkert þurfti að gera nema opna munninn og segja henni að hún hefði hirt munninn á krakkanum greinilega vel, það var ekkert að semsagt og 9000 krónur kostaði það. Þarna hætti ég að sýna empathy og segi bara 9000!! fyrir að láta krakkann opna munninn!!! Nei sko það var ekki alveg þannig hann fékk líka flúor, nú nú en vildi ekki fá flúor í fyrstu þannig að hún þurfti að borga 1700 krónur fyrir atferlismeðferð!
Ok förum aðeins yfir þetta, hversu mikla þjálfun ætli tannlæknar hafi í að beita atferlismeðferð, það veit ég svosem ekki en það voru víst ekki margar mínútur sem fóru í þessa "meðferð" smá tiltal er það atferlismeðferð? Það eru margir sem þurfa að eiga við börn í sínu daglega starfi og ætti það kannski bara að vera partur af starfinu? Ég veit það ekki.
Þetta getur orðið flókið ef ég færi nú að ná í Valdimar í leikskólann og hann vill fara heim með stílabókina sína, nei segir leikskólakennarinn þú átt að skilja hana eftir það veistu, jú láttu ekki svona komdu með bókina = 1.700
Eftir það fer ég og tek bensín, ég er að borga bensínið á meðan gengur barnið laust í búðinni og ætlar að taka olíubrúsa úr hillu, bensíngjafinn segir nei þetta máttu ekki snerta skilaður brúsanum = 1.700 Þá er að fara í klippingu með barnið, hann sest í stólinn og vill ekki láta klippa sig, hárgreiðslukonan lánar honum andrésblað til að lesa og talar hann til að láta klippa sig og það gengur eftir = 1.700. Óvart klippir konan kannski í eyrað á honum og ég þarf að fara með krakkann til læknis (segjum bara að þetta hafi verið rosalegur skurður). Krakkinn þorir ekki að láta lækninn kíkja á eyrað þegar þangað er komið þannig að læknirinn segir þetta verður allt í lagi og eitthvað í þá áttina þangað til hún má kíkja = 1.700
Þarna svona kannski bara 8 leytið eftir fullan leikskóladag er ég aukalega í 6.800 í mínus vegna þess að fólk hefur verið í starfi sínu og eitthvað þurft að eiga við krakkann.
Ég er líka fullorðin og með tannlæknaphobiu á háu stigi. tannlæknirinn minn var að græja einhverja tönn sem aldrei hefur verið í lagi síðan ég velti bensinum hans pabba gráa fína og mölbraut í mér tönnina. Ég ligg pinnstíf og tannlæknirinn minn klappar mér alltaf reglulega á kinnina og segir svona anna mín þetta er allt í lagi. Ég hef aldrei þurft að borga fyrir það!
Það er samt kannski rétt að nefna það að þegar ég keyrði bílinn hans pabba útaf 18 ára gömul sem var þessi fíni fíni bens á sölu. Þegar ég komst af sjúkrahúsinu náðí ég því útúr pabba eftir að hafa eyðilagt bílinn hans að fá sölulaun. Ég reiknaði þetta gaumgæfilega útfrá tryggingum sölulaunum og öðru rétti honum töluna og sagði þetta eiginlega skuldar þú mér.
Það eru ekki allir sem fá pening fyrir að eyðileggja bensinn hans pabba.

Þetta er orðið of langt og ég sem hafði engan tíma var það

þriðjudagur, 16. október 2007

Kom að því!

Veit að nú bregður mörgum í brún. Anna María Þórhalls að blogga!! Það er eins ólíklegt og ofbeldislaus helgi á Suðurnesjunum! En svona er þetta... tímarnir breytast og mennirnir með. Vona að þetta uppátæki okkar frænkna muni ekki leiða eitthvert vesen af sér.... því mig minnir einhvern veginn að mjög mörg uppátæki okkar í gegnum tíðina hafi fallið í misgóðan jarðveg, kindabaðið vakti til dæmis enga lukku sko. En við látum bara vaða á það. Allavega virðist Mæja ekki hafa móðgað neinn sérstaklega í sínum færslum þannig að ég verð bara að vona það besta með mig.... þó ég sé víst ekkert sérstaklega góð í mannasiðum að mér skilst.
Veit ekki með ykkur en við Mæja áttum brilliant djamm um helgina! Veit heldur ekki hvað hinir segja um það sem með okkur voru, enda skiptir það engu. Ekki það að ég ætli að fara nákvæmlega ofan í saumana á kvöldinu þá verð ég að koma með nokkur lýsandi atriði fyrir ykkur sem ekkert fóruð.
Here it goes:
- scatterplot
- bjór
- gerviaugnhár
- rónar
- maðurinn á barnum
- Leifur
- doktorsneminn
- Nasa
- Húsvíkingur í hurðinni
- rörsígóið
- Palli
- Hlölli
- ...og svo helvítis leigubílaröðin!

Alveg brilliant! Ekki laust við að vottaði fyrir örlítilli þynnku á sunnudaginn, en það er nú best að spyrja Öbbu út í það ef fólk vill nánari útlistingar.
Altént þá vorum við nöfnur "on fire" og eigum pottþétt eftir að endurtaka leikinn fyrst við erum nú búnar að sameinast í borginni. Tekið verður við pöntunum um að koma með í gegnum þessa síðu ... en tel víst að færri komist að en vilja.

Ætla að segja þetta gott í bili.
Hleypið hlýjunni inn í lífið ;-)
Hasta luego!
Mímí

fimmtudagur, 11. október 2007

Risaeðlur

Sko, ég var búin að ákveða að blogga ekki aftur fyrr en að einhver væri búin að segja það hreint út að ég væri meira nice. Það þurfti frú frið til það hefur samt ekkert að gera með að ég sagði henni að segja þetta nei nei alls ekki. Gömlu vinirnir eru góðir og fjársjóður og allt það sem öll þessi gullkorn segja EN þetta er samt ástæðan fyrir því að maður þarf greinilega að vera vakandi á lífsleiðinnig og finna nýja snillinga og bæta þeim í hóp vina sinna hehehe. Talandi um lífsleið og allt það. Ég kom heim um daginn aðeins of þreytt, aðeins of mikið að gera, aðeins of pirruð og allt það. Var að reyna að elda einhvern kvöldmat svo ég gæti svæft drenginn og mögulega komið einum tólfta af því sem ég ætti að vera búin að gera í skólanum í verk. Ég er farin að pirra mig á því að vera ein og allskonar hugsanir komnar í gang hjá manni. Nú hvað gerir maður þá maður reynir að rétta sig af og vera jákvæður þess á milli sem maður sér hrukkurnar speglast í pottunum í eldhúsinu. Hvaða hvaða hugsa ég maður er nú ekki kominn með annan fótinn í gröfina og margt getur átt eftir að gerast, þetta er alls ekki búið og maður er bara að venjast breyttum aðstæðum og svona er ég að reyna að jákvæða mig upp ein með sjálfri mér í eldhúsinu með pottana og hrukkurnar. Kemur ekki vísindamaðurinn hann Valdimar Daði útúr herberginu og spyr enn eina spurninguna "Mamma þegar þú varst lítil sástu þá mikið af risaeðlum?" ha!! segir gamla í pirringstón enda eitthvað að brenna hjá henni. Valdimar minn þú veist vel að risaeðlur eru útdauðar. "já mamma það þýðir að þær voru þá til í gamla daga, sást þú einhverntíma risaeðlu?"

Taktu til í herberginu þínu krakki!!!!!!!!!!!!!!!

Grjónagrauturinn brann við pottinn og valdimar þótti hann ekki góður, hann fékk mun betri svona graut á leikskólanum gamla. Góðu fréttirnar eru þær að ég náði ekki að þrífa almennilega úr botnum á pottinu sem þýðir engar endurspeglaðar hrukkur þar!!!!!!!!!!!!!!

p.s Mímí mun fá admin

föstudagur, 5. október 2007

Fyrsta færslan hjá mér

Allý skrifaði sjálf kommentið um frábæra bloggið sem hún er búin að vera að gera hérna hjá mér, reyndar eftir að hún eldaði. Þetta er allt í lagi það er gaman að spjalla við Dodda. Ég lofaði samt að blogga og það er gíííífurleg pressa að standa sig eitthvað þannig að nú byrja ég:

Dagur 1:
Ég vaknaði, fór í sund borðaði morgunmat. Um hádegi fékk ég pínku hausverk..................

Mamma ég elska þig
koss og knús
Mæja

heheh Nei ég skal bara segja sögu af Allý og by the way margur heldur mig sig .......hreytingur.is hvað er það???? en ok
Við vorum að spjalla saman, allý að elda í eldhúsinu hjá mér. Þið eruð ekki alveg að fatta hvað það gerir mig merkilega því læknirinn og læknafrúin sem var í húsmæðrahringnum heima hjá mér að elda og svona er með hana Lydiu á launum heima hjá sér sem sér um alla húsmæðrahringi og sveiflur.
En það var verið að tala um ECT meðferð sem er rafmagnsmeðferð við ýmsum ja geðrænum andlegum kvillum ég veit ekki hvað læknirinn vill kalla það. Svona meðferð hafði ég séð, þá lítur læknirinn á mig og segir ja anna maría og þú hefur bara verið þarna, ójá það hafði ég verið. Þannig að þú getur bara sagt að þú hafir einu sinni komið mjög nálægt því að lækna manneskju af þunglyndi.
Það er enginn hroki í þessum læknum, er það nokkuð?
Aftur að margur heldur mig sig þarna. Nú þegar hún sýnir mér þessa nýju síðu þá er linkur á Habbý og ég fer nátturlega að skoða aðeins síðuna hjá henni og allý hangandi á öxlinni á mér. Þá verður mér reyndar á að segja: Er hún orðin amerískari en allt þegar ég sé hjartakökuna sem einnig stendur á til undirstrikunar we love you. Þá horfir allý á mig með sínum einlægu stóru brúnu augum og segir "Hún er bara svo nice, við skiljum þetta ekki Anna María því við erum ekki svona nice"

Er ég samt ekki meira nice en Allý?

Fyrstu færsluna

á Hreytingur.is fær Dr. Aðalheiður heiðurinn af að rita. Eins og flestir vita er Anna María vel yfir meðallagi fyndin og því hefur hún hafið að blogga eftir miklar fortölur.
Njótið vel!!!