þriðjudagur, 16. október 2007

Kom að því!

Veit að nú bregður mörgum í brún. Anna María Þórhalls að blogga!! Það er eins ólíklegt og ofbeldislaus helgi á Suðurnesjunum! En svona er þetta... tímarnir breytast og mennirnir með. Vona að þetta uppátæki okkar frænkna muni ekki leiða eitthvert vesen af sér.... því mig minnir einhvern veginn að mjög mörg uppátæki okkar í gegnum tíðina hafi fallið í misgóðan jarðveg, kindabaðið vakti til dæmis enga lukku sko. En við látum bara vaða á það. Allavega virðist Mæja ekki hafa móðgað neinn sérstaklega í sínum færslum þannig að ég verð bara að vona það besta með mig.... þó ég sé víst ekkert sérstaklega góð í mannasiðum að mér skilst.
Veit ekki með ykkur en við Mæja áttum brilliant djamm um helgina! Veit heldur ekki hvað hinir segja um það sem með okkur voru, enda skiptir það engu. Ekki það að ég ætli að fara nákvæmlega ofan í saumana á kvöldinu þá verð ég að koma með nokkur lýsandi atriði fyrir ykkur sem ekkert fóruð.
Here it goes:
- scatterplot
- bjór
- gerviaugnhár
- rónar
- maðurinn á barnum
- Leifur
- doktorsneminn
- Nasa
- Húsvíkingur í hurðinni
- rörsígóið
- Palli
- Hlölli
- ...og svo helvítis leigubílaröðin!

Alveg brilliant! Ekki laust við að vottaði fyrir örlítilli þynnku á sunnudaginn, en það er nú best að spyrja Öbbu út í það ef fólk vill nánari útlistingar.
Altént þá vorum við nöfnur "on fire" og eigum pottþétt eftir að endurtaka leikinn fyrst við erum nú búnar að sameinast í borginni. Tekið verður við pöntunum um að koma með í gegnum þessa síðu ... en tel víst að færri komist að en vilja.

Ætla að segja þetta gott í bili.
Hleypið hlýjunni inn í lífið ;-)
Hasta luego!
Mímí

18 ummæli:

Anna María sagði...

Já og meira segja stebbi var bara ágætlega að þola ruglið í okkur. Honum kannski fannst við ekki jafn fyndnar og okkur sjálfum en ........

Nafnlaus sagði...

Ja svei mér þá! Nú eru flest vígi fallinn fyrst Anna María Þórhallsdóttir er farin að skrifa svona hiklaust um sig og sitt á veraldarvefinn. Þetta byrjaði með einstaka kommenti hjá öðrum (sem ég er nú farin að sakna by the way!) svo laumaðist hún til að skella inn nokkrum færslum á barnaland en notaði þar soninn sem afsökun fyrir tjáningarþörfinni... en er nú LOKSINS farin að blogga undir eigin nafni.
Þrefalt húrra fyrir því!

Nafnlaus sagði...

jáhá, þetta er etv. small step for mankind en án nokkurs vafa one giant leap for Mímz ... skref sem mun veita okkur hinum án nokkurs vafa eindæma gleði og hamingju ... 2faldur skammtur af AM getur ekki klikkað! Olé!

Nafnlaus sagði...

... og það er án nokkurs vafa ánægjulegt að helgin var svona skemmtileg!

Nafnlaus sagði...

Já svona getur nú lífið verið skrítið stundum :-) Og já þetta var gott kvöld!
Annars er komin spenna í mér varðandi þessi komment... Mæja náði 15 kommentum í fyrstu lotu... og mér finnst ég ekki mega vera minni. Held reyndar að ég þekki hreinlega ekki 15 manns sem kunna að kommenta á bloggi en við sjáum hvað setur. Fyrsta skref er að kommenta sjálf og fá eitt komment út úr því.
Og Mæja.... hvernig væri að breyta username-inu á kommentum.... gæti ruglað einhvern ekki satt?

Nafnlaus sagði...

Ég skal leggja í púkk. Maður heldur með sínu fólki í svona kommentkeppnum. Sérstaklega ef við fáum ekki nýtt blogg fyrr en þú hefur unnið keppnina!!!

Go Mímí, go Mímí!

Nafnlaus sagði...

Ja hérna hér - steinaldarfamilían með tækni disfúnksjónina tekur upp á því að eiga í rafrænum tjáskiptum :)
Þetta sýnir kannski og sannar hversu nice og opnar þið frænkur eruð eftir allt saman!

Haldiði að næstu fréttir verði kannski að Tolli sé farinn að versla sér verðbréf í Keeiiúuptingk á netinu eða mamma búin að kaupa sér jörð í Rúmeníu og ætlar að græða vel á því þarna "niðurfrá"

Ég gleðst amk! (jákvæðnin kemur manni víst svo helv langt) því þetta er frábært, loksins get ég hætt að lesa þessi drulluleiðinlegu moggablogg um borgarstjórnina þegar mér leiðist í vinnunni heldur einbeitt mér að aðalfólkinu :D

Nafnlaus sagði...

Ég fer fram á að þetta ógó langa komment mitt verði talið sem tvö, ef ekki þrjú ;)

Nafnlaus sagði...

Jesús Jósepsson eins og Óli ,,skóli" Arngríms sagði hér um árið! Eftir hneykslun og undrun á athyglisþörf landsmanna, hefur AMÞ tekið sig til og farið að blogga. Hún var einmitt ötull kommentari á mínu stuttlífa bloggi um árið, sem segir kannski meira en mörg orð um hver er með puttann á púlsinum í þessum systrahóp (Vala kommentar reyndar líka en er mun ötulli við að vekja mann á morgnana með símtölum og krefjandi spurningum um karlamál, en það er önnur saga). Reyndar hefur Mímí alltaf verið svona mest með á nótunum af okkur held ég. Til dæmis var hún mjög snögg að grípa grunge lookið á sínum tíma, í viðeigandi Lewis gallabuxum og stuttermabol girtan oní. Í ofanálag var köflótta skyrtan utan yfir og permið var náttúrulega punkturinn yfir i-ið. Svo var hún búin að fatta Sprengjuhöllina á undan öllum öðrum ;)
Bloggið hefur eignast sína dægurstjörnu. Ellý Ármanns watch out, hér verður enginn daðursleg sjónvarpsrödd í gangi, eða ungabarn í þulustólnum. Hér verða snarpar athugasemdir og vel yddaðar.

Nafnlaus sagði...

Annars vil ég óska AMV líka til hamingju með þetta sem hefur komið a long way since kindabaðið og alla leið í bloggheiminn sem er náttúrulega tæknilegt undur. Einskonar torfbær inn í tækniöldina (ef þið þekkið Landamótssel þá er það nú ekki tæknivæddasta pleis í heimi, þrátt fyrir hrepssfaxtækið á sínum tíma!

Anna María sagði...

kann ekki að breyta það kemur bara Anna María en þetta er Anna María junior.
Ok nú er ég sjálf að bæta við kommenti hjá þér........en sannleikurinn er sár það hefur enginn beðið um að fá að djamma með okkur enda höfum við ekki tíma eða tökum bara grunnskólafílinginn á þetta og segjum: við viljum bara vera tvær.

Nafnlaus sagði...

Það er nú einmitt málið með okkur Mæja! Við virðumst alltaf vera svolítið "bara tvær" jafnvel með fullt af öðru fólki... :-)
Nei!.... Þarna bættist við komment! ;-)

P.s. Mæja veldu svo bara "other" í "choose an identity" þegar þú kommentar svo þú getir breytt nafninu.... treystu mér, það var ég sem kom þér á netið manstu!

Nafnlaus sagði...

er að kvitta. Príma

Nafnlaus sagði...

Fyrst þú ert farin að blogga þá hittumst við trúlega á Players fljótlega... eða er það ekki?
Þú mátt taka nöfnu þína með en þá verð ég að hafa Heiðu í mínu liði... þori ekki að mæta ykkur tveimur amk. ekki svona eftir miðnættið.
Vala

Nafnlaus sagði...

Vala! Ég fer ekki á Players!!

Nafnlaus sagði...

Bara svona rétt til að toppa Mæju í kommentafjölda...
Og Mímsa mín þú ferð á Players fyrr eða síðar... hef heyrt að það sé frekar inn hjá Húsvíkingum... Það er nú ekki svo mikill munur á Broadway eða Players...

Nafnlaus sagði...

Það er bara þannig með Players að það skiptir öllu máli hver er að spila ;o)

Nafnlaus sagði...

jahérna hér...á dauða mínum átti ég von en ekki þessu ;)mikið er ég ánægð með þetta, loksins er skemmtilegt fólk farið að blogga! þó ég hafi alltaf þurft að vera frænka nr.2 fædd 78/ja fyrir utan að heita ekki Anna María sem er víst mjög vinsælt ;) þá verð ég að viðurkenna að mér finnst þið allt í lagi sniðugar. jafnvel fyndnar. nei göngum nú ekki of langt. allavegana einsog maðurinn sagði. love you to pieces!