þriðjudagur, 30. október 2007

Reykjavík vs. Texas

Merkilegt nokk hvað maður hefur lítið að segja svona þegar mikið liggur við. Nóg talar maður samt! En þar sem þetta blogg ber nafnið hreytingur er þá bara ekki málið að nota það til þess að fá útrás fyrir allt það sem pirrar mann í hinu daglega lífi? Ekki það að mitt líf sé erfiðara en annarra...... aldeilis ekki..... er nú voða glöð með mitt og mína.... það eru bara alltaf þessir hinir sem geta gert manni lífið leitt á stundum. Fólk er fífl eins og segir í kvæðinu.... ekki mitt fólk samt.... bara hinir :)
Mæja er nú búin að útlista fyrir ykkur þessa blessaða tannlæknaferð sem við Kári fórum í og borguðum kr. 9057 ísl fyrir nánast ekki neitt. Er nú enn að jafna mig eftir það en ákvað þó að gera okkur dagamun núna á laugardaginn síðasta og fara með Kára minn í sund (fjárhagurinn leyfði ekki meira eftir tannlækninn..... sem hefur sennilega skroppið í dagsferð í tívolíið í Köben á laugardaginn með sitt lið!!). Af gömlum vana fórum við í Vesturbæjarlaugina og vorum bara nokkuð brött með okkur þegar við mættum.... gamla enn með sundkortið eftir tanórexíu sumarsins og Kári með hundraðkall í vasanum til að borga spes fyrir sig. En nei! Draumurinn um afslappelsi í pottinum fyrir mig og djöfulgang í buslulauginni fyrir Kára varð að engu þegar konan í afgreiðslunni rétti okkur tvo lykla af mismunandi lit og sagði "hérna er einn fyrir þig og annar fyrir hann.... sex ára strákar verða að fara í karlaklefann"!!!!! Ég bara vissi ekki hvað ég átti að segja.... vissi sem var að minn maður myndi EKKI vilja fara einn í klefa og satt best að segja þá var ég nú bara ekki alveg að sjá hvernig það ætti að fara fram með góðu móti. Hann Kári er 6 ára og, þó ég segi sjálf frá, skýr strákur sem veit alveg sínu viti.... en að geta farið einn í klefa í sundlaug þar sem hann er ekki í skólasundi, tæklað þetta með lykilinn all by himself (finna skápinn, opna með lyklinum, læsa honum aftur, muna eftir að taka hann með sér, finna skápinn aftur o.s.frv.), þvo sér sjálfur og þurrka, rata út, finna mömmu....... finnst mér bara til alltof mikils ætlast!!! Og það var ekki viðlit að gefa okkur sjens með að hann fengi að fara með mér í klefa.... og hvers vegna? Jú! Vegna þess að það er óþægilegt fyrir konurnar í kvennaklefanum að hafa svona stóran strák inni á sér!!!! Barnið er 6 ára!!!!!!! Erum við í Texas eða??? Ég átti ekki til orð! Reyndi þó af einhverri krónískri samviskusemi og samfélagslegum undirlægjuhætti mínum að tala um fyrir stráknum og fá hann til að fara með bláókunnugum baðverði í karlaklefann en allt kom fyrir ekki, minn neitaði staðfastlega, hann færi ekki nema með mömmu sinni punktur!! Ég bauðst reyndar til að fara í karlaklefann en við litlar undirtektir afgreiðsludömunnar og hvað þá að henni fyndist það fyndið. Svo hugsaði ég bara, hvað er ég að pæla.... þetta er fáránlegt. Og þrykkti lyklunum í skilakassann og sagði: "Þetta gengur greinilega ekki neitt.... enda get ég ekki útskýrt eitthvað fyrir barninu sem mér finnst fáránlegt sjálfri"!! Og strunsaði út með Kára í eftirdragi sótsvartan yfir því að komast ekki í sund.
Það sem sagt fauk í mig á almannafæri tvisvar í síðustu viku sem er persónulegt met fyrir mig sem nánast aldrei hækka róminn við ókunnuga alveg sama hvaða órétti ég er beitt að mér finnst (er svona meira í því að skammast út í það eftir á við mitt fólk sem ber náttúrlega enga ábyrgð á einu né neinu). Kannski að maður fari bara að skrifa í blöðin!! ;) Nei ætli ég láti ekki hreytinginn duga í bili :)
Og já fyrst ég er byrjuð.... þá leiðist mér þegar fólk apar upp eftir mér það sem ég segi til þess að sýna mér hvað ég er harðmælt. Ég veit að ég er að norðan..... það veit það enginn betur en ég sjálf og þarf því ekki að benda mér á það!!
Ég þakka fyrir mig.
Yfir og út!
Mímí

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég skal segja ykkur það ég er nú bæði hneyksluð og sár!
Held ég hafi farið með Sjonna/Ella með mér í karlaklefann þar til hann var vel kominn á 8. ár. Man ekki eftir því að athugasemd hafi verið gerð við það...
En við erum nú alltaf dálítið á eftir hér fyrir norðan ;-)

Nafnlaus sagði...

Mín bara brjáluð! Og lái þér hver sem vill. Ég get sagt þér það að þessi 6 ára regla er nú ekki einu sinni í Texas! Reyndar kannski vegna þess að þar fer fólk ekki í sturtu fyrir sundið... það veit ég af eigin raun og finnst fátt ógeðslegra!
Ekki hefur það truflað mig nokkurn skapaðan hlut að hafa hann Kára minn með í sundklefanum... get ekki ímyndað mér að þetta trufli fólk. Held frekar að konurnar gætu haft gaman af því að hafa hann nálægan þar sem hann er með eindæmum skemmtilegur krakki :o)

Nafnlaus sagði...

Tannlæknar og Texas/Vesturbæjarlaugin. Nasistar bara!

Kristín María sagði...

Anna María
...það sem þú vildir alltaf en fékkst aldrei!

Á maður að taka þetta eitthvað sérstaklega til sín?!
Hmmm og á þetta við ykkur báðar eða aðra sérstaklega?
Tjaa maður bara spyr ;)

P.S. Það vita það allir sem eru in að Kristín María er lang mest cool nafnið af öllum Maríu-samsetningum. Jei töff töff. Sko Anna María er eins og í París fyrir þú veist... 5 árum!

Thordisa sagði...

Já svona er þetta í Reykjavík í dag Mæja mín. Förum nú að hittast síminn minn er 664-7018 hr nú í mig og ákveðum stefnumót :-)

Nafnlaus sagði...

Smá þrýstingur hérna! Fer að koma eitthvað nýtt?

Nafnlaus sagði...

Ég ætla að bæta á þrýstinginn! Á aldrei að skrifa neitt hér meir? Ég bara spyr!

Nú vantar bara einn í viðbót með þrýsting... þá er þetta orðið hópþrýstingur, sem er miklu erfiðara að standast!!