föstudagur, 5. október 2007

Fyrsta færslan hjá mér

Allý skrifaði sjálf kommentið um frábæra bloggið sem hún er búin að vera að gera hérna hjá mér, reyndar eftir að hún eldaði. Þetta er allt í lagi það er gaman að spjalla við Dodda. Ég lofaði samt að blogga og það er gíííífurleg pressa að standa sig eitthvað þannig að nú byrja ég:

Dagur 1:
Ég vaknaði, fór í sund borðaði morgunmat. Um hádegi fékk ég pínku hausverk..................

Mamma ég elska þig
koss og knús
Mæja

heheh Nei ég skal bara segja sögu af Allý og by the way margur heldur mig sig .......hreytingur.is hvað er það???? en ok
Við vorum að spjalla saman, allý að elda í eldhúsinu hjá mér. Þið eruð ekki alveg að fatta hvað það gerir mig merkilega því læknirinn og læknafrúin sem var í húsmæðrahringnum heima hjá mér að elda og svona er með hana Lydiu á launum heima hjá sér sem sér um alla húsmæðrahringi og sveiflur.
En það var verið að tala um ECT meðferð sem er rafmagnsmeðferð við ýmsum ja geðrænum andlegum kvillum ég veit ekki hvað læknirinn vill kalla það. Svona meðferð hafði ég séð, þá lítur læknirinn á mig og segir ja anna maría og þú hefur bara verið þarna, ójá það hafði ég verið. Þannig að þú getur bara sagt að þú hafir einu sinni komið mjög nálægt því að lækna manneskju af þunglyndi.
Það er enginn hroki í þessum læknum, er það nokkuð?
Aftur að margur heldur mig sig þarna. Nú þegar hún sýnir mér þessa nýju síðu þá er linkur á Habbý og ég fer nátturlega að skoða aðeins síðuna hjá henni og allý hangandi á öxlinni á mér. Þá verður mér reyndar á að segja: Er hún orðin amerískari en allt þegar ég sé hjartakökuna sem einnig stendur á til undirstrikunar we love you. Þá horfir allý á mig með sínum einlægu stóru brúnu augum og segir "Hún er bara svo nice, við skiljum þetta ekki Anna María því við erum ekki svona nice"

Er ég samt ekki meira nice en Allý?

15 ummæli:

Ally sagði...

Er ekki lágmark að kunna að skrifa sérnöfn með stórum staf, nú þegar þú ert komin í mastersnám í háskóla. Nei bara vinsamleg ábending.....

Nafnlaus sagði...

Ja, á þessu átti ég ekki von en ýkt mega kúl bloggsíða ;) hehehe

Nafnlaus sagði...

mæja þu rokkar!!! kv JOE Gentry

Nafnlaus sagði...

Ég vil ekki svara spurningunni Mæja mín... því ég er svo indæl ;-)
Annars verð ég að hrósa köss fyrir að taka af skarið og stofna bloggsíðu fyrir þig... nú vænti ég þess líka að hún sjái til þess að þú setjir inn færslur!
E.S. Ertu búin að gleyma allri ástinni sem ég setti í Nemó kökuna þarna um árið? Indælisheitin hafa víst alltaf blundað í manni...

Ally sagði...

Hehehe voða fáir vilja bekena það að þú sért meira næs en ég!

Anna María sagði...

Allý hugsaðu þetta aðeins blikk kallinn frá öbbu segir sitt hún er með honum að segja þú ert meira nice, jói segir þú rokkar, við verðum aðeins að horfa á það sem er ósagt, það er ekkert allý rokkar= já aftur þú ert meira nice en Allý og þetta með habbý er sennilega besta dæmið: Ég vil ekki þurfa að segja það en samt verð ég eiginlega þó að hrósa henni fyrir það að.... þetta segir bara að það er ég sem er meira nice

og með alla hina sem hafa ekki kommentað ÞÖGN ER SAMA OG SAMÞYKKI

Nafnlaus sagði...

ég skal bara votta um eitt.....að hún Anna María er farin AÐ FAÐMA MIG !!! í hvert skipti sem við hittumst. Veit ekki hvort að það er vegna hópþrýstings frá mér, enda er ég manneskja nokkrum cm yfir dvergamörkum og sem þarf skammel til að hægt sé að faðma (= vel til þess fallin að valda hópþrýstingi).........EN hvort að það nær því að vera meira næs en Allý veit ég ei svo glöggva.

...skulum samt alveg taka það fram að læknisfrúna hef ég ekki séð svo árum skiptir

Nafnlaus sagði...

mæja ...þetta er það sem gefur mér ástæðu til að fara á fætur og tjékka .....ætli hun buin að blogga ?????

Nafnlaus sagði...

en,,,ertu komin með aðra auju?
Hei bannað að láta mann vita.

Nafnlaus sagði...

Nafnlaus sagði...

Veit nú ekki alveg hvað ég á að segja við þessu. Togast á tilfinningar í mér verð ég að segja (já, já við Mæja höfum líka tilfinningar), get ekki gert upp við mig hvort ég eigi hoppa hæð mína af gleði yfir því að loksins sé einhver mér samboðinn byrjaður að blogga eða hvort ég eigi að vera pínu sár yfir því að vera ekki memm... því mér er hálf illa við að Mæja sé að tala um sig í eintölu svona á veraldarvefnum... "við" höfum nú ekki lagt það í vana okkar hingað til!
Hvað nice-heit varðar þá get ég alveg upplýst alþjóð að við Mæja getum alveg verið nice... bara svona ef menn og málefni eiga það skilið. Það er líka nice að taka undir með manni að einhver sé rakinn hálfviti, eða bakka mann upp í hvaða vitleysu sem manni dettur í hug, eða reykja með manni þó maður sé orðinn grænn í framan, eða taka við endalausum krísusamtölum, ljúga fyrir mann er líka nice, já eða veiða mann upp úr kindabaðinu ef því er að skipta!Veit nú ekki hvað ég á að segja með þessi faðmlög samt... Stína, ég er voða hrædd um að hún sé að feika þau... sorry! Hvort Allý er nice ætla ég svo sem ekkert að fullyrða um en henni er umhugað um stafsetningu sem er alltaf kostur!

Nafnlaus sagði...

Þið eruð báðar nice bara hvor á sinn hátt!!!

Nafnlaus sagði...

Gott hjá þér Mæja! Ég þarf hjálp, ertu búin að fá þér legubekk:)? Laggi

Nafnlaus sagði...

Mæja, er þetta commentasíða eða bloggsíða?? Make my day og hentu inn færslu!! Og hafðu hana fyndna svo ég fæði þetta barn sökum hláturs!! hef reynt öll önnur "húsráð".............
Hildur Mosfellingur

Fam/Fjölsk Borge sagði...

Heyrðu ég vill bara koma því á framfæri að mér finnst Mæja miklu miklu betri en Allý.........sem að ég þekki ekki neitt. En svona er þetta bara maður stendur með vinum sínum. Sorry Ally........Mæja rocks ;)