Sko, ég var búin að ákveða að blogga ekki aftur fyrr en að einhver væri búin að segja það hreint út að ég væri meira nice. Það þurfti frú frið til það hefur samt ekkert að gera með að ég sagði henni að segja þetta nei nei alls ekki. Gömlu vinirnir eru góðir og fjársjóður og allt það sem öll þessi gullkorn segja EN þetta er samt ástæðan fyrir því að maður þarf greinilega að vera vakandi á lífsleiðinnig og finna nýja snillinga og bæta þeim í hóp vina sinna hehehe. Talandi um lífsleið og allt það. Ég kom heim um daginn aðeins of þreytt, aðeins of mikið að gera, aðeins of pirruð og allt það. Var að reyna að elda einhvern kvöldmat svo ég gæti svæft drenginn og mögulega komið einum tólfta af því sem ég ætti að vera búin að gera í skólanum í verk. Ég er farin að pirra mig á því að vera ein og allskonar hugsanir komnar í gang hjá manni. Nú hvað gerir maður þá maður reynir að rétta sig af og vera jákvæður þess á milli sem maður sér hrukkurnar speglast í pottunum í eldhúsinu. Hvaða hvaða hugsa ég maður er nú ekki kominn með annan fótinn í gröfina og margt getur átt eftir að gerast, þetta er alls ekki búið og maður er bara að venjast breyttum aðstæðum og svona er ég að reyna að jákvæða mig upp ein með sjálfri mér í eldhúsinu með pottana og hrukkurnar. Kemur ekki vísindamaðurinn hann Valdimar Daði útúr herberginu og spyr enn eina spurninguna "Mamma þegar þú varst lítil sástu þá mikið af risaeðlum?" ha!! segir gamla í pirringstón enda eitthvað að brenna hjá henni. Valdimar minn þú veist vel að risaeðlur eru útdauðar. "já mamma það þýðir að þær voru þá til í gamla daga, sást þú einhverntíma risaeðlu?"
Taktu til í herberginu þínu krakki!!!!!!!!!!!!!!!
Grjónagrauturinn brann við pottinn og valdimar þótti hann ekki góður, hann fékk mun betri svona graut á leikskólanum gamla. Góðu fréttirnar eru þær að ég náði ekki að þrífa almennilega úr botnum á pottinu sem þýðir engar endurspeglaðar hrukkur þar!!!!!!!!!!!!!!
p.s Mímí mun fá admin
fimmtudagur, 11. október 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
8 ummæli:
Hann frændi minn er náttúrlega snillingur! Gleður mig að ég eigi von á admin.... finnst að það eigi að vera skylda okkar að hafa allavega eina sögu af sonum okkar í hverri færslu... enda eigum við fyndin börn sem er nú ekki málið alls staðar! Þeir voru allavega báðir hættir á bleiu fyrir þriggja ára aldurinn... svo mikið er víst!
Ha ha ha. Ég er náttúrulega búin að frétta af Hreytingnum og sennilega verður það skylda mín að lesa þetta hvern dag fyrst að Mímsa (sem er búin að segja mér allt um málið og er æsispennt) fer að rita hér eitthvað gáfulegt niður. Hver veit nema að hún fari að blaðra einhverju hallærislegu úr Ljótu og svona;) Ég er jú allavega læs enn, þótt heyrn og sjón sé á tæpasta vaði
Já Mæja mín, þú ert alveg háöldruð... gott að þú ert búin að átta þig á því.. ég hef ekki þorað að segja þér það. Taldi það betra að leyfa þér að lifa í blekkingunni...
HUMPF!!!
Ætti kanski að skella hérna inn að meðalaldur kvenna sem eignast maka og/eða börn fer ört hækkandi og er nú milli 30 og 40 ára..
Svo finnast mér hrukkur fallegar. Einfalt mál.
Og nei, þetta er ekki ég "að vera næs". Þetta er bara ég.
Þetta barn er one of a kind - mikið sakna ég hans!! Farðu að koma í heimsókn!! ég gæti svosum líka komið ef ég væri ekki komin 40 vikur og 4 daga á leið og þú byggir þar sem eru ekki stigar! Ekki að gerast semsagt.
Varðandi spurningu VD þá er þetta allt spurning um uppeldi, ég hef alltaf imprað á því við minn að hann eigi "unga og hipp móður" og fólk eins og afar og ömmur hafi verið til í gamla daga - not me!! Hann heldur líka að ég syngi vel, greyið er ekki kominn á aldur til að vera dómbær á það........
Hæ skvísa þá ertu farin að blogga og þá kannski förum við að heyrast meira. Nú þarf ég að fara að fá fréttir af því hvar þú býr og bara hvernig lífið er allt þessa dagana.
Flottur hann Valdimar Daði :)
Hvaða lofrullu um þig ertu nú að bíða eftir til að geta bloggað nýja færslu??
Mæja, þegar ég var lítil las ég í vísindablaði að með nýtilkomnum sæðisfrystiaðferðum yrðu karlar bráðum óþarfir.
Ég trúði þess vegna til svona 12-13 ára aldurs (án djóks) að þeir myndu deyja mjög fljótlega út, var eiginlega hálffegin....
Þessi frekar tilgangslausa dæmisaga kennir þér að börn vita EKKI NEITT! :)
(þetta er jafnréttiskomment í nafni skyldleikans, ég get ekki sinnt bara Mímí í baráttunni um komment, ó nei)
Skrifa ummæli