þriðjudagur, 1. janúar 2008

Mundi ekki hvernig ég átti að signa mig inn

Allý sagði að ég væri versti bloggari sem til væri, og hún þekkir þá marga sko.
Nú erum við Valdimar búin að vera á Dallas City yfir hátíð ljóss og friðar. Það er bara allt við það sama þar kaupfélagið er þarna og Felix lögga var jólaveinninn á jólaballinu sem lionsklúbburinn hélt. Ég er búin að liggja með ælupesti og vorkenna mér meira en allt og nú er ég að drepast úr kvefi. Þá er líka allt eins og það á að vera. Anna María III er búin að afreka mikið þessi jól. Afrek 1: Hún er búin að setja saman sjóræningjaskip úr lego sem er fyrir 6+!! (mikið afrek fyrir mig). Afrek 2: Kellingin gat tengt playstation 2 tölvuna sem drengurinn fékk í jólagjöf (hver hefði trúað því). Ég vil samt bara að allir viti það að ég gat tengt og græjað tölvuna en ég vil já og jafnvel vill bara að enginn viti það að ég geti aftur á móti ekki fundið út úr leiknum í tölvuna sem er ætlaður fyrir þriggja ára og eldri. Veit einhver hvernig fjólublái drekinn á að opna hliðið? það virðist sko ekki nóg að spúa eldi

Julehilsen
Mæja af Dalvík

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Afrek 4 eða 5 ...........ældir í klosstið hjá Ladý

Nafnlaus sagði...

Virðist sem að fólk hafi líka gleymt því að kíkja á þessa síðu og hvað þá að kommenta... sem er kannski óhjákvæmilegur fylgikvilli þegar eigandi síðunnar man varla hvernig á að signa sig inn! Annars gratúlera ég yfir færni þinni í jólagjöfum drengsins... þetta getur verið snúið með samansetningar og tengingar (tala af reynslu!!), ég tala nú ekki um þegar það er orðið 6+!! Frétti af veikindum á Dalbrautinni, pabbi fylgdist með af áhuga! Verst að maður náði ekkert að hitta þig af viti... maður var svo töff ;-) En hvernig er það, ertu komin í borgina? Reyndi sko að hringja í þig í gær en þér þóknaðist ekki að svara... gerir það bara næst :-) Ætlaði bara að tékka á þér, hvar þú værir stödd í lífinu og svona... ágætt líka að nota bara bloggið eins og símann... fyrst þetta erum bara þú og ég að tala saman hvort eð er... um að gera að nýta alla miðla í það! :-D

Nafnlaus sagði...

...ég var svo lengi að skrifa þetta komment að það var komið komment á undan mér... gott að vita að við erum ekki einar í heiminum :-)