fimmtudagur, 31. janúar 2008
Læknir með áverka
Ég veit ekki hvað það er en dr. Aðalheiður hefur þau áhrif að ég hlýði mjög oft því sem hún segir. Annars er ég ágæt í því að gera ekkert með það sem fólk segir oft og tíðum. (Nei þetta er ekki stafsetningavilla maður segir oft og tíðum). Stundum kemur það fyrir fólk að það er allt í einu búið að gera eitthvað og það skilur ekki alveg hvernig það gat gerst en það var einmitt þannig að Allý var allt í einu orðinn ræktarfélagi minn. Nú ég hlýði öllu sem hún segir með að gera í ræktinni. Það hafa komið dagar sem ég hef ekki komist í brjóstarhaldara annaðhvort voru það harðsperrur eða strengir. Það hafa líka komið dagar sem ég hef vegið og metið og hent mér niður stigann frekar en að ganga þau skref og svo kom dagur sem ég gat ekki svo mikið sest á klósettið. Í dag voru tímamót þegar hún sagði þetta er það sem við tökum í restina. Ég prófaði og hugsaði mjög hratt á ég að bera fyrir mig hendinni síðan ég endaði út í vegkanti eða hvernig á ég að hafa þetta? Ég sagði þá bara hreint út "Nei Allý, þarna set ég mörkin, þetta geri ég ekki, ég get þetta ekki" Var þá send í eitthvað annað sem ég geri. Hún kemur svo eitthvað og byrjar að kvarta í öxlinni eftir þetta. Ég horfði á hana og brosti og sagði þér var nær. Þegar ég sit svo í tíma í dag fæ ég sms af landspítalanum frá Dr, Allý þar sem hún segir að nú geti ég hlegið að henni eins og ég vilji því hún sé svo illa tognuð á öxlinni og sé bara alveg föst. Ég sendi sms tilbaka og sagði Allý mér dettur ekki í hug að hæðast að þér ef þig vantar ást og umhyggju þá hringirðu. Fékk til bara stutt sms sem í stóð "right". Ég hef ekki heyrt í henni síðan. Hvort ætti ég að sakna hennar í ræktinni í fyrramálið eða njóta frísins?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Greinilegt að allir eru skíthræddir við Doktor dauðans og voga sér ekki að kommenta neitt uppörvandi til Mæju.
Enda máttu vita það Anna María að ég vil enga aumingja í mitt lið!
en ef ég kæmi með ykkur í lið....sko ég myndi vinna okkur inn MIKINN tíma BARA með því að fara yfir leiðbeiningarnar ;)
Ja og þið þurfið ekki að koma með sjampó né nokkurt krem ef Stína væri í liði!
En þetta er líklega það sem að skilur svona snillinga eins og okkur anna að, við getum bara ekki ýtt okkur á yrstu brún........eg hef jú verið svo kallaður æfingafélagi bloggeiganda og notið góðs af þar sem að ally á í hlut hef eg ´
akveðið að setja inn nokkur hlý orð þar sem að hun vill helst svoleiðis skít........ Allý njóttu þess að vera partnerinn hennar það er gefandi með meiru og hefur gefið mér meiri gleðistundir en 40 leikhúsferðir og 50 sunnudagsmáltíðir!!
Hristiði af ykkur helvítis puruna ekki geri eg það eg er að SAFNA!!!!!
JOnna
Gaman að þessu. Segi ekki meir.
fæ ég þá að koma með ykkur í ræktina???
AVEDA sjampó eða GENIT krem anyone ????
:o)
Skrifa ummæli