sunnudagur, 10. febrúar 2008

Sunnudagur til sælu!

Jæja það er svo komið að ég hef svo svakalega lítið að gera í augnablikinu að jafnvel að skrifa nokkrar línur á þetta fátæklega blogg getur loks orðið að veruleika. Valið stendur á milli þess að taka úr þvottavélinni eða blogga og því varð bloggið eðlilega fyrir valinu. Nú veltið þið sjálfsagt fyrir ykkur hvað ég hafi verið að afreka síðustu vikur fyrst bloggið virðist ekkert komast að. Er þetta spurning um stórafrek á sviði vísinda (aka vísindasviðs), kannski væntanlegur nóbel? Eða er hún að æfa fyrir Ólympíuleikana? Ja það er von að fólk spyrji sig en ég verð nú að hryggja ykkur með því að ekkert stórmerkilegt hefur rekið á fjörur mínar þannig séð.... held að eina haldbæra skýringin sé leti! Plain old leti bara!!
En kraftaverkin geta gerst..... sérstaklega á sunnudögum þegar Liverpool er að spila. Þá er gríðarleg kúnst að finna sér eitthvað að gera.... því ekki sest ég niður og horfi á þetta.. never ever! Í dag er ég sem sagt búin að þrífa örlítið, fara í sturtu, setja Kára í sturtu, setja í vél, vaska upp og baka snúða.... kom þarna smá dauður tími á milli sem ég er einmitt að nota hér á blogginu... og svo er það bara kvöldmaturinn svei mér þá. Hvað kemur næst? Útsaumur? Maður spyr sig!! :-)
Ég veit reyndar að mér er frjálst að fara út af heimilinu og hitta annað fólk á meðan þessi fótbolti gengur yfir en í dag nennti ég því ekki. Var á eilífum þvælingi í vonda veðrinu í gær. Fór fyrst með Kára í karate, fórum svo í búð að kaupa afmælisgjöf, svo heim að borða og pakka inn, skutlaði svo Kára í afmæli, kom við í Engihlíðinni, kom heim, náði svo í Kára í afmælið og aftur heim. Svo náði ég nú tiltölulega rólegu kvöldi en var í staðinn vakin upp kl. 5 í morgun af henni Þórunni systur minni sem var búin að bíða eftir leigubíl á flybus í klukkutíma og þurfti að ná flugi til London frá Keflavík kl. 7:15. Það var ekki um annað að ræða en að skvera sér út og skutla stelpunni, ekki gat hún misst af fluginu, hún sem þarf að kaupa ilmvatn fyrir mig í London!! :-)
Dagurinn í dag hefur svo mest farið í almenn heimilisstörf sem fyrr segir.
Endilega ef einhver þarna úti lumar á góðum tillögum varðandi stöff sem hægt er að gera þegar fótboltinn tekur völdin..... þá látið mig vita. Allar hugmyndir vel þegnar ;-)
Míms

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Nei Nei Nei, er hún bara búin að tjá sig.
Nokkrar hugmyndir handa þér:
þrífðu skápa, veggi og glugga
legðu í klór
straujaðu gallabuxur
smyrðu nesti
hrærðu í lummur, kleinur, soðið brauð
HANDSKÚRAÐU
flokkaðu rusl
mokaðu fyrir nágrana
heklaðu
stoppaðu í sokka
ÞAÐ ER MARGT HÆGT AÐ GERA

Ég ætla svo rétt að vona að ilmvatnið sem systir þín kaupir handa þér í SKEMMTIferð sinni verði hinn glænýji Ajax ilmur húsmóðurinnar já!!! eða þarna clean cotton lyktin held það sé nýja J. Lo ilmvatnið eða var það Betty Crocker ég man það ekki alveg en þú getur séð auglýsingu um það í Gestgjafanum.

Nafnlaus sagði...

Liverpool smiverpool! Ég myndi nú bara skella Sexinu í og segja "ó! ætlaðir þú að horfa á eitthvað annað?" :o)

Þyrftum annars að fara að hittast Anna María.... lunch á 5 stjörnu veitingastaðnum Hámu á morgun kannski??

Kv. Dóra