mánudagur, 25. febrúar 2008

Nú verður allt vitlaust.....!!

Ég er svekkt! Gríðarlega svekkt!
Nú er ég ein af fáum sem þori að viðurkenna að ég hef bara slatta gaman að Eurovision og það er búið að eyðileggja það fyrir mér... ég mun ekki geta horft á keppnina í Serbíu í ár að öllu óbreyttu svo mikið er víst. Nú veit ég að ég er alveg að tefla á tæpasta hérna því ég veit að annar helmingur þessa bloggs er Dalvíkingur og því slatti af Dalvíkingum sem kíkja hér við en ég bara verð að vera hreinskilin.......... Friðrik Ómar þoli ég bara ekki!!!!!!!!!!!! Og ef það er einhver annar sem ætti hugsanlega að komast með tærnar þar sem Friðrik Ómar hefur hælana hvað varðar allt sem ég þoli ekki þá er það Regína Ósk!
Ömurlegt lag! Ömurlegir flytjendur! Þetta verður bara eitt af mörgum lögum sem hljóma nákvæmlega eins þarna úti og verður því hvorki fugl né fiskur.... og við sem höfðum tækifæri á að senda Dr. Spock!!! Hvernig gat þetta farið svona? Dr. Spock var spes, var fyndinn, með gríðargott lag, svakalegt performance og meira segja áttu þeir félagarnir einu fyndnu mömmurnar sem mér finnst nú segja okkur meira en margt annað! Hvernig hefði verið að senda það frekar en þetta lið sem er svo gjörsneytt öllum hæfileikum, frumlegheitum, persónulegum stíl?? Hvergi nema á Íslandi myndi nokkur maður komast upp með að vera "frægur" og selja plötur fyrir það eitt að syngja bakraddir, cover- og jólalög!! Og þá er ég að meina COVER..... því eins og ég segi þá hafa þau ekki einu sinni burði til þess að gera neitt að sínu..... bara mæma upp þekkt lög eftir aðra... ég gæti gert það! Án djóks!
Og þetta komment sem FÓ lét falla þarna á úrslitakvöldinu setti nú alveg punktinn yfir i-ið!!! Mér er alveg sama hvað kann að hafa gerst út í sal... það var hægt að taka á því á málefnalegri hátt seinna meir ef það er tilfellið. En nei... hann var búinn að vinna en þurfti samt að skíta út liðið sem var í öðru sæti (það var ekki hægt að skilja það öðruvísi, alveg sama hvað FÓ reynir að halda fram).... hvers konar framkoma er það eiginlega?? Var ekki nóg að hann gerði sjálfan sig að fífli og var öllum til skammar þegar hann strunsaði eins og unglingur í fýlu upp á svið þegar hann lenti í öðru sæti í fyrra?? Nei... hann náði að toppa sig í eigin ömurlegheitum á sinn einstaka hátt!
Reyndar er ljós í myrkrinu......eilítil vonarglæta.... þar sem heyrst hefur að Rúv sé alvarlega að pæla í að skipta út söngvurum og setja Pál Óskar og Selmu í staðinn fyrir wannabe-in....... djöfull yrði ég glöð með það... það væri mest brilliant sem gæti gerst!
Þá gæti ég hugsanlega poppað og sest fyrir framann imbann í maí og fylgst með okkar framlagi í Serbíu.......... annars ekki!!
Mímí

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er í síðasta skipti sem ég droppa hér inn.
eldheitur FÓ aðdáandi
(Príma)

Nafnlaus sagði...

Þú mátt nú ekki dissa Mæju frænku þína út á þetta Príma mín. Samdi þetta alveg sjálf, FÓ er bara einn af fáum sem ég bara get ekki gúdderað... sé bara rautt, en kannski á maður eftir að þroskast hver veit :-)
Mæja! Svo væri fínt ef þú færir að skrifa eitthvað hérna!

Nafnlaus sagði...

Já! Mín bara brjáluð!
Ég er sammála þér með FÓ...Enda er ég nú ekki Dalvíkingur.
Slepjulegri og vælulegri menn er erfitt að finna (nema þá kannski helst innan raða sjálfst.fl.)Regína greyið getur nú svo sem sungið, en þetta lag er eins og þú segir hvorki fugl né fiskur. Reyndar fannst mér ekkert lag í þessari guðsvoluðu keppni eiga erindi í Euro. Dr.Spock fannst mér bestir í upphafi, fannst lagið versna við breytingar... hefðum kannski átt að senda mömmur þeirra bara ;o)
En, nú er fátt að gera annað en að krossa fingurna og treysta á að Rúv-menn reddi þessu. Ef Páll Óskar fer út gæti verið að ég læknist af 11 ára eurovisionsári sem ég hlaut þegar ég missti af Palla í Euro 1997! Nú annars verður maður bara að finna sér eitthvað annað land að halda með... ég er ekki viss um að ég geti sleppt því að horfa!
Dóra

Nafnlaus sagði...

Passa þrýstinginn Mímímín og anda gegnum nefið!
Take my advice, I´m not using it!
Unnur (fyrrverandi);-)

Nafnlaus sagði...

Ætli hann Fó eigi ekki bara hvað mest sameiginlegt með ykkur frænkum. Meiri hreyting og húmorista þekki ég ekki, og fíla hann !!!....held þið þyrftuð að kynnast, þú myndir örugglega liggja lengi á meltunni Mímí mín við að "borða ofan í þig" stóru orðin :)

Nafnlaus sagði...

Munur er bara sá að við Mæja myndum ekki reyna að fara í Eurovision út á hreyting.... þetta er spurning um að kunna sín takmörk!

Nafnlaus sagði...

nei en þið hefðuð farið út á húmorinn ;o)

...ég segi bara eins og Mæja
" hef ég sagt svo hátt að allir heyri...að ég elska Friðrik Ómar" :)

Nafnlaus sagði...

Var það ekki bara flokkað sem einelti?


Mæja nú mátt þú GJARNAN fara að skrifa eitthvað! ;-)

Nafnlaus sagði...

Ég myndi amk sitja límd við skjáinn... nei... enn betra, ég færi út til Serbíu sem klapp-pía ef þið frænkur færuð í Euro. Sé ykkur fyrir mér í tjullpilsum..."FULLKOOOMIÐ LÍÍÍF"...

Dóra