miðvikudagur, 30. janúar 2008

Nú er ég klæddur og kominn á ról ............

Ok svakalega er eldra fíflið að standa sig í blogginu, en jæja ég sé þá um þetta bara.
Nú Lady virðist vera orðið mikið issue hér á blogginu og þá best að segja frá því að ég fékk fréttir af þessarri elsku sem er annars hress. Söknuðurinn er sár og ástin er mikil en ég get ekki að því gert að allavega söknuðurinn minnkaði þegar fréttirnar voru þær að hún er mikið að fara úr hárum núna. Ég þarf þá ekki sjálf að fara úr hárum við það að svitna á moppunni eða ryksugunni. Valdimar fer annars ekkert svo mikið úr hárum, sérstaklega ekki eftir að pabbi hans skilaði honum krúnurökuðum næstum því á fyrra ári. Mæli reyndar ekki með því aftur en....
Annars hef ég oft fengið það komment að ég sé svo kaldhæðin skil það nú reyndar ekki en ok. Ég er ekki frá því að til sé hins vegar kaldhæðni í hinum stóra heimi. Ég hef semsagt komist á snoðir um það að eins og við vitum þá er borgað fé til þjóðkirkunnar fyrir hvern einstakling sem er skráður í þjóðkirkjuna. Sé einstaklingar í öðru trúfélagi þá rennur féð þangað. Það hafa fundist trúleysingjar í okkar samfélagi, ótrúlegt en satt. Það rennur því ekki fé fyrir þá einstaklinga til þjóðkirkjunnar heldur fer sú upphæð beint til háskólans, ok gott og gilt þangað til nánar tiltekið guðfræðideildar innan háskólans. Ef þetta er satt, er þetta þá kaldhæðni? Nei ég er bara svona að reyna að átta mig á því hvað kaldhæðni er.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mér finnst að þú eigir bara að heimta guðfræðititilinn með "meistaragráðunni" í sálfræðinni...það er ef að þú ert trúlaus og ert þar af leiðandi búin að borga guðfræðideildinni menntun þína. Nei bara hugmynd sko

...mér fyndist töff að þú værir
Séra Mæja Sáli :)

Nafnlaus sagði...

var sko að reyna að vera djúp ;)

Nafnlaus sagði...

Hahahaha... það væri kaldhæðið! :-D Hef það reyndar eftir öruggum heimildum að svo sé ekki. Þetta fé rennur beint í Háskólasjóð... því betur.... því annars hefði ég nú þurft að fara að skoða mín mál hvað þetta varðar!

Nafnlaus sagði...

...en hún hefur tíma til að kommenta ;-)

Nafnlaus sagði...

heyrðu ef þú ætlar eitthvað að vera að opna þig BLOGGAÐU ÞÁ