fimmtudagur, 27. mars 2008

Nánast engin svefn, einhverjir lítrar af kaffi á dag, alltof mikið sígarettur, djammpáskar, samviskubit yfir öllu sem átti eftir að gerast námslega sem svo gerist á nóttunni undir gífurlegri pressu, erjur og hreytingur = magasár.

Ég sjálf og mínir allra nánustu í sálfræðinni sjúkdómsgreindum mig með magasár eftir magakvalir og ómældan sársauka. Lyfjameðferð var hafin það voru sýrtöflur sem einhver sálfræðingurinn náði í.

Ég sagði Allý frá sjúkdómsferli mínu, greiningum og lyfjameðferð. Hún taldi þetta bólgur ekki sár. Andskotans hrokinn alltaf í þessum læknum við vitum líka helling fyrir utan að ég bað ekkert um SECOND OPINION.


Annars samkvæmt 60 mínútum gera næturvaktir fólk bæði feitt og geðveikt. Ég hef ráðið mig í dagvinnu í sumar og er að fara að sofa. Vildi samt koma því að í restina að Allý er óeiginjarnasta manneskja sem ég þekki engu að síður.

Julehilsen og god nat min lille skat.
Anna María Valdimarsdóttir

þriðjudagur, 4. mars 2008

Hef ég sagt það svo hátt.....

Hef ég sagt það svo hátt að allir heyri að ég elska Friðrik Ómar.

Ég vil líka deila því með ykkur að ég er búin að læra nýtt. Nei það er ekki einhver kenning um mannlega hegðun eða geðröskun það er póker!!!!!!!!!!!!!!!!! Reyndar er það Texas Hold'em. Læknirinn var ólm að kenna mér þetta ég veit ekki alveg hvernig henni datt það í hug en það eitt og sér er ekki það fáránlegasta því hún vildi líka kenna Álfheiði Lady. Hvað er betra en að sjá Lady í póker að pikka tvisvar í borðið með litla putta út í loftið. Þetta varð semsagt að veruleika. Allý eftir vakt önug, pirruð, óþolinmóð og skýtur fast og Álfheiður mesta dama sem ég hef séð er nefnilega besta combo í heimi bæði í póker og í morgunkaffi (þó maður hafi verið vakin eldsnemma). Starfsmenn leikskólans eru samt held ég enn að jafna sig eftir það að drengurinn sagði þeim að mamma hefði verið að bera hann sofandi upp um helgina þegar nóttin var byrjuð því hún var að spila jóker nei hann meinti póker. Mamma var fyrst að tapa öllum peningunum (hann var ekkert að taka það fram að þetta voru spilapeningar). Jæja það kannski fer þá fókusinn af því þegar upp kom málið að sonur minn og einhver annar hefðu slett vatni á hvorn annan í útiverunni. Móðirinni var tilkynnt um voðaverkið þegar hún kom að sækja og sagt að báðir segðu að hinn hefði byrjað. Ég skyldi ekki alveg vandamálið og var í rauninni ánægð að loskins kannski væri drengurinn farinn að svara fyrir sig. Hélt samt andliti og sagði með móðurlegri festu "strákar mínir þið megið ekki gera það" þá kemur skræka röddin sem ég kannsast svo vel við og segir fyrir framan allt staffið " já en mamma þú sagðir að ég ætti að gera til baka" Hvað getur maður sagt annað en klæddu þig í skóna þetta er krummafótur. Kannski er liðið að pæla meira í pókernum sem mamman er að spila fram á aðfaranætur sunnudags með krakkann með sér. Það er jákvætt.

Bjartir tímar :)

Mæja sér þig og hún hækkar um 250