Ég er svekkt! Gríðarlega svekkt!
Nú er ég ein af fáum sem þori að viðurkenna að ég hef bara slatta gaman að Eurovision og það er búið að eyðileggja það fyrir mér... ég mun ekki geta horft á keppnina í Serbíu í ár að öllu óbreyttu svo mikið er víst. Nú veit ég að ég er alveg að tefla á tæpasta hérna því ég veit að annar helmingur þessa bloggs er Dalvíkingur og því slatti af Dalvíkingum sem kíkja hér við en ég bara verð að vera hreinskilin.......... Friðrik Ómar þoli ég bara ekki!!!!!!!!!!!! Og ef það er einhver annar sem ætti hugsanlega að komast með tærnar þar sem Friðrik Ómar hefur hælana hvað varðar allt sem ég þoli ekki þá er það Regína Ósk!
Ömurlegt lag! Ömurlegir flytjendur! Þetta verður bara eitt af mörgum lögum sem hljóma nákvæmlega eins þarna úti og verður því hvorki fugl né fiskur.... og við sem höfðum tækifæri á að senda Dr. Spock!!! Hvernig gat þetta farið svona? Dr. Spock var spes, var fyndinn, með gríðargott lag, svakalegt performance og meira segja áttu þeir félagarnir einu fyndnu mömmurnar sem mér finnst nú segja okkur meira en margt annað! Hvernig hefði verið að senda það frekar en þetta lið sem er svo gjörsneytt öllum hæfileikum, frumlegheitum, persónulegum stíl?? Hvergi nema á Íslandi myndi nokkur maður komast upp með að vera "frægur" og selja plötur fyrir það eitt að syngja bakraddir, cover- og jólalög!! Og þá er ég að meina COVER..... því eins og ég segi þá hafa þau ekki einu sinni burði til þess að gera neitt að sínu..... bara mæma upp þekkt lög eftir aðra... ég gæti gert það! Án djóks!
Og þetta komment sem FÓ lét falla þarna á úrslitakvöldinu setti nú alveg punktinn yfir i-ið!!! Mér er alveg sama hvað kann að hafa gerst út í sal... það var hægt að taka á því á málefnalegri hátt seinna meir ef það er tilfellið. En nei... hann var búinn að vinna en þurfti samt að skíta út liðið sem var í öðru sæti (það var ekki hægt að skilja það öðruvísi, alveg sama hvað FÓ reynir að halda fram).... hvers konar framkoma er það eiginlega?? Var ekki nóg að hann gerði sjálfan sig að fífli og var öllum til skammar þegar hann strunsaði eins og unglingur í fýlu upp á svið þegar hann lenti í öðru sæti í fyrra?? Nei... hann náði að toppa sig í eigin ömurlegheitum á sinn einstaka hátt!
Reyndar er ljós í myrkrinu......eilítil vonarglæta.... þar sem heyrst hefur að Rúv sé alvarlega að pæla í að skipta út söngvurum og setja Pál Óskar og Selmu í staðinn fyrir wannabe-in....... djöfull yrði ég glöð með það... það væri mest brilliant sem gæti gerst!
Þá gæti ég hugsanlega poppað og sest fyrir framann imbann í maí og fylgst með okkar framlagi í Serbíu.......... annars ekki!!
Mímí
mánudagur, 25. febrúar 2008
sunnudagur, 10. febrúar 2008
Sunnudagur til sælu!
Jæja það er svo komið að ég hef svo svakalega lítið að gera í augnablikinu að jafnvel að skrifa nokkrar línur á þetta fátæklega blogg getur loks orðið að veruleika. Valið stendur á milli þess að taka úr þvottavélinni eða blogga og því varð bloggið eðlilega fyrir valinu. Nú veltið þið sjálfsagt fyrir ykkur hvað ég hafi verið að afreka síðustu vikur fyrst bloggið virðist ekkert komast að. Er þetta spurning um stórafrek á sviði vísinda (aka vísindasviðs), kannski væntanlegur nóbel? Eða er hún að æfa fyrir Ólympíuleikana? Ja það er von að fólk spyrji sig en ég verð nú að hryggja ykkur með því að ekkert stórmerkilegt hefur rekið á fjörur mínar þannig séð.... held að eina haldbæra skýringin sé leti! Plain old leti bara!!
En kraftaverkin geta gerst..... sérstaklega á sunnudögum þegar Liverpool er að spila. Þá er gríðarleg kúnst að finna sér eitthvað að gera.... því ekki sest ég niður og horfi á þetta.. never ever! Í dag er ég sem sagt búin að þrífa örlítið, fara í sturtu, setja Kára í sturtu, setja í vél, vaska upp og baka snúða.... kom þarna smá dauður tími á milli sem ég er einmitt að nota hér á blogginu... og svo er það bara kvöldmaturinn svei mér þá. Hvað kemur næst? Útsaumur? Maður spyr sig!! :-)
Ég veit reyndar að mér er frjálst að fara út af heimilinu og hitta annað fólk á meðan þessi fótbolti gengur yfir en í dag nennti ég því ekki. Var á eilífum þvælingi í vonda veðrinu í gær. Fór fyrst með Kára í karate, fórum svo í búð að kaupa afmælisgjöf, svo heim að borða og pakka inn, skutlaði svo Kára í afmæli, kom við í Engihlíðinni, kom heim, náði svo í Kára í afmælið og aftur heim. Svo náði ég nú tiltölulega rólegu kvöldi en var í staðinn vakin upp kl. 5 í morgun af henni Þórunni systur minni sem var búin að bíða eftir leigubíl á flybus í klukkutíma og þurfti að ná flugi til London frá Keflavík kl. 7:15. Það var ekki um annað að ræða en að skvera sér út og skutla stelpunni, ekki gat hún misst af fluginu, hún sem þarf að kaupa ilmvatn fyrir mig í London!! :-)
Dagurinn í dag hefur svo mest farið í almenn heimilisstörf sem fyrr segir.
Endilega ef einhver þarna úti lumar á góðum tillögum varðandi stöff sem hægt er að gera þegar fótboltinn tekur völdin..... þá látið mig vita. Allar hugmyndir vel þegnar ;-)
Míms
En kraftaverkin geta gerst..... sérstaklega á sunnudögum þegar Liverpool er að spila. Þá er gríðarleg kúnst að finna sér eitthvað að gera.... því ekki sest ég niður og horfi á þetta.. never ever! Í dag er ég sem sagt búin að þrífa örlítið, fara í sturtu, setja Kára í sturtu, setja í vél, vaska upp og baka snúða.... kom þarna smá dauður tími á milli sem ég er einmitt að nota hér á blogginu... og svo er það bara kvöldmaturinn svei mér þá. Hvað kemur næst? Útsaumur? Maður spyr sig!! :-)
Ég veit reyndar að mér er frjálst að fara út af heimilinu og hitta annað fólk á meðan þessi fótbolti gengur yfir en í dag nennti ég því ekki. Var á eilífum þvælingi í vonda veðrinu í gær. Fór fyrst með Kára í karate, fórum svo í búð að kaupa afmælisgjöf, svo heim að borða og pakka inn, skutlaði svo Kára í afmæli, kom við í Engihlíðinni, kom heim, náði svo í Kára í afmælið og aftur heim. Svo náði ég nú tiltölulega rólegu kvöldi en var í staðinn vakin upp kl. 5 í morgun af henni Þórunni systur minni sem var búin að bíða eftir leigubíl á flybus í klukkutíma og þurfti að ná flugi til London frá Keflavík kl. 7:15. Það var ekki um annað að ræða en að skvera sér út og skutla stelpunni, ekki gat hún misst af fluginu, hún sem þarf að kaupa ilmvatn fyrir mig í London!! :-)
Dagurinn í dag hefur svo mest farið í almenn heimilisstörf sem fyrr segir.
Endilega ef einhver þarna úti lumar á góðum tillögum varðandi stöff sem hægt er að gera þegar fótboltinn tekur völdin..... þá látið mig vita. Allar hugmyndir vel þegnar ;-)
Míms
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)